3. flokkur kvenna tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í 7 manna bolta en úrslitakeppnin fór fram í Vestmannaeyjum. Liðin fimm léku öll í einum riðli og spiluðu allir við alla en það lið sem hlaut flest stig varð Íslandsmeistari. Stelpurnar misstu niður þriggja marka forystu í fyrsta leiknum og gerðu jafntefli gegn Sindra en unnu rest og stóðu uppi sem sigurvegarar.