Alls hafa 1100 ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli frá 1. júní til 26. ágúst á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu má áætla að hver sekt nemi um 22500 krónum sem gerir samtals tæplega 25 milljónir króna í ríkissjóð.