Í gær fann hópur sem var á ferð neðst í Svínafellsjökli muni sem talið er að tilheyri þýsku ferðamönnunum tveimur sem leitað var að í síðustu viku. Þyrla LHG, TF-Eir, er farin á staðinn með fulltrúa frá Ríkislögreglustjóra auk þess sem fjallamenn úr björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Höfn eru á staðnum.