Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur óskað eftir heimild frá Skipulagsstofnun til að endurskoða núgildandi aðalskipulag. Bjarni Daníelsson, sveitarstjóri, segir að verið sé að gera ráðstafanir til þess að taka við sívaxandi fjölda ferðamanna á svæðinu.