Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tillögu Hafrannsókna- stofnunarinnar ákveðið að heimilt verði að hefja loðnuveiðar 1. nóvember 2007. Bráðbirgðakvóti fyrir komandi vertíð hefur verið ákveðinn 205 þús. lestir og koma þar af rúmar 145 þús. lestir í hlut íslenskra loðnuskipa samkvæmt ákvæðum samninga um nýtingu loðnustofnsins.