Í kvöld klukkan 18.30 tekur ÍBV á móti Víking frá Ólafsvík á Hásteinsvellinum. Eins og svo margoft hefur komið fram áður eiga Eyjamenn enn möguleika á sæti í úrvalsdeild, þó langsóttur sé, og því mikilvægt að landa þeim stigum sem í boði eru. Í gær sigraði Fjölnir Njarðvík 2:1 og færðist um leið skrefi nær úrvalsdeild á kostnað ÍBV og Fjarðarbyggðar.