Um miðjan dag á laugardag var maður handtekinn þegar hann reyndi að komast inn í íbúð í Áshamri með því að bora út læsinguna. Taldi hann sig vera í rétti við athæfi sitt enda ætti sonur hans íbúðina en leigjandi íbúðarinnar hafði ekki greitt leiguna og vildi hann leigjandann út. Þar sem maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu um að hætta iðju sinni var hann handtekinn og færður í fangageymslu.