Næst síðasta mótið á Kaupþingsmótaröðinni í golfi fer fram um næstu helgi í Vestmannaeyjum og verða leiknar 36 holur, 18 á laugardag og 18 á sunnudag. Það vekur athygli að í dag eru aðeins 33 karlar skráðir til leiks og 11 konur og hafa aldrei verið færri keppendur á stigamótum ársins. Forsvarsmenn Golfklúbbs Vestmannaeyja og Golfsambandið íhuga það að setja á laggirnar opið golfmót samhliða stigamótinu í Eyjum – til þess að fjölga keppendum.