Matsáætlun Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir 200-300 bíla umferð á Bakkafjöruvegi, nýjum 11 km löngum vegi frá þjóðvegi 1 að ferjuhöfn í Bakkafjöru. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun vegna Bakkafjöruhafnar, Bakkafjöruvegar og efnistöku á Seljalandsheiði og úr Markarfljótsaurum, sem Vegagerðin og Siglingastofnun hafa birt. Almenningur getur nú kynnt sér tillöguna á vef Vegagerðarinnar en frestur til að senda inn athugasemdir er til 14. september nk.