Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri og alþingismaður, opnaði í dag nýtt fyrirtæki, Heimaey ehf – þjónustuver við Strandveg. Fyrirtækið er með umboð fyrir tryggingafélagið Vörð og mun einnig sinna fasteigna- og skipasölu. Guðjón og Rósa Guðjónsdóttir, eiginkona hans voru að taka á móti gestum þegar blaðamann bar að.