Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja á Norðurlandsmótinu grunnskóla í skák, er nú búin að tefla 3 umferðir og hefur enn ekki tapað viðureign. Hefur unnið 2 viðureignir og gert eitt jafntefli. Eyjapeyjarnir hafa unnið sveit frá Finnlandi 3-1, sveit frá Danmörku 3-1 og gerðu jafntefli við norska stráka 2-2.