Ökumaður fólksbíls lést samstundis eftir árekstur við vörubíl á Suðurlandsvegi á sjöundatímanum í kvöld. Slysið varð við afleggjarann að Kirkjuferju í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Ökumaður vörubílsins var fluttur á slysadeild en ekki er vitað hvort hann sé alvarlega slasaður. Ökumennirnir voru einir á ferð.