Áskrifendum Frétta á meginlandinu, hefur fram að þessu verið sent blaðið með flugi á fimmtudagsmorgnum. Það hefur þó verið undir því komið að hægt væri að fljúga til Eyja. Nú hefur orðið sú breyting, að framvegis verða Fréttir sendar með Herjólfi hvern fimmtudagsmorgun. Blaðið verður því komið í Póstmiðstöðina í Reykjavík uppúr hádeginu á fimmtudögum, og síðan borið út til áskrifenda á föstudögum.