Margrét Lára Viðarsdóttir bætti í kvöld eigið markamet í Landsbankadeildinni þegar hún skoraði fjórða og síðasta mark Vals gegn KR í leik sem flestir telja úrslitaleik Íslandsmótsins. Með sigrinum stendur Valsliðið með pálmann í höndunum. Margrét skoraði tvö mörk í leiknum og hefur því skorað alls 35 mörk í sumar í aðeins 15 leikjum. Hreint magnaður árangur hjá þessari frábæru knattspyrnukonu.