Lítill sendiferðabíll fauk út af Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli um hálf tíuleytið í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Ökumaður og farþegi hlutu minniháttar meiðsl. Farmhús bílsins losnaði af honum og fauk upp í rafmagnslínu með þeim afleiðingum að rafmagni sló út í nágrenninu.