36. tölublað Vaktarinnar er nú komið á netið og verður dreift í dag í öll hús í Vestmannaeyjum. Blaðið er tólf síður að þessu sinni en þar er m.a. fjallað um tillögur sem samþykktar voru í gærkvöldi í bæjarstjórn um lækkun leikskólagjalda, knattspyrnuhús og útisvæðið við íþróttamiðstöðina. Auk þess var litið við í slysavarnarskóla Landsbjargar sem var í Eyjum í síðustu viku og rætt við Guðjón Hjörleifsson, sem opnaði Heimaey – þjónustuver í síðustu viku.