Eftir mikla rigningu á miðvikudag í síðustu viku féll gríðarmikil aurskriða úr Vörðufelli á Skeiðum aðfaranótt fimmtudags. Hafliði Kristbjörnsson, bóndi á Birnustöðum, hefur búið undir fjallinu í rúm 70 ár og man hann ekki aðra eins skriðu.