Þessir eitt sinn stórefnilegu piltar en nú stórbændur hafa ákveðið af mikilli hógværð að gefa kost á sér sem bændur GV árið 2007. Þegar þeir á annað borð gáfu færi á sér í þennan leik alþýðumanna voru þeir klárlega þeir einu sem til greina komu enda hlaðnir miklum kostum. Sérstaklega eru það miklir golf- og leiðtogahæfileikar sem leitað var eftir og þar eru þeir félagar í yfirburða stöðu.