Breskur leigubíll, sömu tegundar og þekktir eru um allt Bretland, verður á ferðinni um götur Vestmannaeyja um helgina. Bíllinn er þó ekki svartur á litinn eins og tíðkast í Bretlandi heldur rauður, enda er heimsókn þessa óvenjulega bíls hluti af kynningarátaki Vodafone í Vestmannaeyjum um helgina.