Kona á fertugsaldri kærði að morgni laugardags nauðgun til lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Við rannsókn málsins bárust böndin að erlendum ríkisborgara og var hann handtekinn að kvöldi sama dags af lögreglunni á Selfossi, að beiðni lögreglunnar í Vestmannaeyjum, en maðurinn hafði farið frá Vestmannaeyjum með Herjólfi síðdegis á laugardag.