Jæja góðir hálsar þá er getraunastarfið hafið og fór fyrsta vika í hópaleik haustsins fram um helgina og var árangur þokkalegur. Eftir fyrstu vikuna þykir liðið Pint of Foster’s líklegast til að standa uppi sem sigurvegari, en það er en langt og strangt getraunahaust framundan og því getur ýmiselgt gerst. Spilaðar verða 12 vikur og mega menn þurrka út 2 verstu vikurnar, svona til að halda haus segja þeir er þessu stjórna. Menn geta þess vegna en skráð sig til leiks en missi þá bara út eina röð og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig til leiks. Þátttökugjald er kr. 5.000.