Í kvöld, klukkan 19.00 leikur karlalið ÍBV annan heimaleik sinn á Íslandsmótinu þegar Stjarnan kemur í heimsókn. Stjörnunni var fyrir tímabilið spáð sigri í N1-deildinni á meðan ÍBV var spáð neðsta sætinu og því mætti sjá fyrir sér að Golíat heimsæki Davíð.