Verkefnið Safnaklasi Suðurlands hefur nýlega hlotið styrk frá Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja. Meðal markmiða með stofnun safnaklasans er að efla samstarf safnanna á svæðinu t.d. með sameiginlegum uppákomum og miðlun safnmuna milli safna. Undirbúningur þessa samstarfs hófst sl. vor með fundum sem Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og SASS boðuðu til. Á fundina mætti safnafólk af öllu svæðinu og ákvað að snúa bökum saman með myndun klasans. Jafnframt var ákveðið að láta starf safnaklasans ná til allra tegunda safna, setra og sýninga.