Á dögunum var enn aukið við þjónustuna í Skálanum í Þorlákshöfn. Nú er súpa dagsins í boði í hádeginu alla virka daga frá kl. 11:30 til 13:30. Verður kappkostað að bjóða gestum hinar ýmsu súputegundir þannig að viðskiptavinir sitja ekki að sömu súputegundinni nema á margra daga fresti.