Glitnir og Eignarhaldsfélagið Fasteign bjóða Eyjamönnum og gestum frítt á leik ÍBV og Fjölnis á morgun kl. 17.15. Kl.16.30 mun Þorkell Sigutjónssson taka fyrstu skóflustunguna að nýju knattspyrnuhúsi við Týsheimilið, ásamt nokkrum iðkendum af yngstu kynslóðinni hjá ÍBV. Þar á undan eða klukkan 15.00 fer fram í sal 2 í Íþróttamiðstöðinni lokahóf yngri flokkanna fyri sumarið í fótboltanum.