Í dag klukkan 17.15 leikur ÍBV gegn Fjölni í síðasta leik 1. deildar en möguleiki á sæti í úrvalsdeild felst í sigri og að Reynir Sandgerði leggi Þrótt að velli. Allir leikir umferðarinnar fara fram á sama tíma og lið verða því að mæta til leiks, ekki er möguleiki að fresta leiknum. Hins vegar er svarta þoka í Vestmannaeyjum eins og er en Fjölnismenn höfðu vaðið fyrir neðan sig og komu í gærkvöldi með Herjólfi og samkvæmt heimildum vefsins var einhver sjóveiki í hópnum.