Forsíðumynd Vaktarinnar tók Óskar Pétur Friðriksson. Myndin er af sérkennilegum ljósgeislum sólarinnar sem prýddu himininn í stutta stund á þriðjudag. Óskar sendi Sigurði Ragnarssyni, veðurfréttamanni á Stöð 2 myndirnar og fékk greiningu á fyrirbærinu. Um er að ræða ljósbrot í ískristöllum í háskýjum sem verður til þess að það sé eins og geislar sólarinnar séu að teygja sig til jarðar.