Í dag mættust í ensku úrvalsdeildinni Portsmouth og Reading en í báðum liðum má finna fyrrum leikmenn ÍBV, þá Hermann Hreiðarsson í Portsmouth og Ívar Ingimarsson í Reading. Úr varð mikil markasúpa og lokatölur urðu hvorki meira né minna en 7:4, hreint ótrúlegur leikur. Hermann Hreiðarsson skoraði eitt marka sinna manna.