Á föstudaginn síðastliðinn var haldið glæsilegt sumarlokahóf hjá yngri flokkum ÍBV en hófið fór fram í íþróttamiðstöðinni. Margt skemmtilegt var gert en hápunkturinn var að sjálfsögðu verðlaunaafhendingarnar og má sjá nöfn þeirra sem hlutu viðurkenningar hér að neðan. Þá vakti þrautabraut þjálfara mikla kátínu hjá krökkunum en þar kepptu þjálfara sín á milli. Og auðvitað fengu svo allir pylsur og gos.