Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Árni Gautur Arason eru báðir í „liði umferðarinnar hjá dagblaðinu Aftenposten vegna frammistöðu sinnar með Vålerenga gegn Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Gunnar Heiðar var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti eftir að hann kom til Óslóarliðsins sem lánsmaður frá Hannover í Þýskalandi og skoraði hann fyrra markið í 2:0-sigri og Árni Gautur hélt markinu hreinu af öryggi.”