Nú rétt í þessu var dregið í 32ja liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. ÍBV dróst gegn Aftureldingu2 sem fær heimaleik þar sem liðið er lægra skrifað en úrvalsdeildarlið ÍBV. 1. deildarlið Selfoss fær úrvalsdeildarlið Akureyri í heimsókn og Selfoss2 sækir Víking2 heim. Leikirnir fara fram 7. og 8. október.