Á laugardag var lögregla kölluð að motocrossbrautinni á Nýja hrauninu en þar hafði orðið slys. Einn mótorhjólakappinn hafði fallið af hjólinu og meiðst á baki en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugvél til skoðunar. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru.