Landssöfnun Kiwanis-hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra hefst fimmtudaginn 4. október og stendur til og með sunnudeginum 7. október. Sparisjóðirnir á Íslandi, Toyota, Olís og Bónus eru bakhjarlar verkefnisins. Kjörorð söfnunarinnar er Lykill að lífi og er hún haldin í tengslum við alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október.