Lokahóf KFS var haldið hátíðlegt síðasta laugardag í Glerskálanum í eyjum. Ekki var nægjanlega góð mæting, eins og sagt er, fámennt en góðmennt. Byrjað var á Íþróttamóti í Týsheimilinu, svo var púðrað sig til og mættu margir til Hjalta og Trausta í fyrirpartý. Svo á leiðinni í Glerskálan þar sem ljúffengur matur var borðaður við bestu list. Hjalti Læknir hélt ræðuna og ræddi um framtíð KFS ásamt því að verðlauna leikmann ársins.