Árið 1998 kom út bókin Dauðarósir eftir Arnald Indriðason. Plottið gekk út á það að reykvískur verktaki keypti skipulega upp kvóta hjá fyrirtækjum umhverfis landið til þess eins að kippa fótunum undan sjávarútvegsfyrirtækjum og svipta þannig íbúa sjávarplássanna lífsviðurværinu. Í kjölfarið flyttu þeir á mölina og hann hafði því tryggt sér kaupendur að þeim þúsundum íbúða sem hann hafði í byggingu.