Karlalið ÍBV átti að leika í dag gegn Aftureldingu í N1 deild karla í handbolta en ekki reyndist fært til Reykjavíkur og hefur leiknum verið frestað. Leikurinn hefur verið settur á, á sama tíma á morgun, föstudag eða klukkan 19.00. ÍBV og Afturelding komu bæði upp úr 1. deild síðasta vor en Afturelding er með tvö stig eftir þrjá leiki en ÍBV er enn án stiga.