Lundaballið var haldið með pompi og pragt síðasta laugardag en Elliðaeyingar sáu um ballið að þessu sinni. Að þeirra mati var ballið það glæsilegasta á þessari öld en aðrir tala um upphitunarball fyrir komandi lundaböll. Hvort lundaballið í ár hafi verið það glæsilegasta það sem af er 21. öldinni skal ósagt látið en glæsilegt var það og nú geta þeir sem misstu af ballinu séð myndir á ljósmyndavef sudurland.is.