Starfsemi Feygingar ehf. er endanlega komin í þrot. Fjárfestar vildu ekki leggja fé í fyrirtækið í ljósi þess hve svört saga þess er, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sunnlenska. Allur vélbúnaður fyrirtækisins verður að líkindum seldur úr landi og 2400 fermetra verksmiðjuhúsnæði er í söluferli, að sögn Þorleifs Finnssonar stjórnarformanns Feygingar. Hann segir að fyrirtækið geti gert upp allar sýnar skuldir eftir að eignir þess verða seldar.