Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru báðir í 22ja manna landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari tilkynnti fyrr í dag. Íslenska liðið á tvo leiki fyrir höndum í undankeppni Evrópumótsins, gegn Lettlandi 13. október og Liechtenstein 17. október. Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum en sá síðari ytra. Hermann tekur út leikbann í fyrri leiknum.