Sumarlokahóf ÍBV var haldið með pompi og prakt á dögunum í Höllinni en þar var leikmönnum, forráðamönnum og almennum félagsmönnum boðið í mat og skemmtun en um 300 manns nutu veisluhaldanna. Myndum frá hófinu hefur nú verið komið fyrir í myndasafni www.sudurland.is en myndum frá lokahófi yngri flokkanna verður bætt við myndasafnið síðar í dag.