Allt tiltækt slökkvi- og sjúkralið, auk lögreglu á Selfossi var kallað að húsinu Búðarstíg á Eyrarbakka rétt fyrir kl. 16 í dag. Talið var að eldur hefði komið upp í kjallara hússins en síðar kom í ljós að kveikt hafði verið á gamalli olíukyndingu, sem ekki hafði verið notuð í mörg ár.