Í dag tókst að hefja síðasta formlega golfmót tímabilsins, Bændaglímuna sem markar enda vertíðarinnar í golfinu hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Mótið átti upphaflega að fara fram laugardaginn 22. september en var frestað þá vegna veðurs. Veðrið í dag var reyndar ekkert sérstaklega gott fyrir golfíþróttina, sterkur vindur og kalt en kyflingarnir létu það ekkert á sig fá og héldu til leiks.