Í dag gerðist eitthvað sem ekki gerist á degi hverjum en minkur fannst um borð í togbátnum Stíganda VE, sem liggur nú við landfestar í Vestmannaeyjahöfn. Minkur er ekki landlæg plága í Vestmannaeyjum eins og víða um landið og því bæði óvenjulegt að sjá slíkt kvikindi þar, hvað þá um borð í fiskibáti. Menn brugðust hins vegar skjótt við og líklega var ævintýraferð minksins til Vestmannaeyja sú síðasta sem dýrið fór.