Hermann Hreiðarsson skoraði í öðrum leik sínum í röð með liði sínu, Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Portsmout sótti Fulham heim og sigraði 0:2 en mörkin komu með aðeins tveggja mínútna millibili. Hermann skoraði síðara markið og átti mikinn þátt í undirbúningi marksins, vann boltann af leikmanni Fulham og batt svo endahnútinn á sóknina.