Fyrr í dag var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út vegna bruna í húsi en bruninn reyndist enginn og aðeins lítilsháttar reykur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem vefurinn fékk var talið að unglingsstúlkur hafi gert sér það að leik að setja klakapoka í örbylgjuofn þannig að reykur myndaðist en hið rétta er að um algjört óhapp var að ræða.