Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að bæta við tveimur aðilum í stýrihóp vegna undirbúnings hönnunar og framkvæmda við gerð Bakkafjöruhafnar. Bæjarráð tók í gær fyrir á fundi sínum bréf þess efnis undirritað af samgönguráðherra, Kristjáni Möller en þeir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og Róbert Marshall, aðstoðarmaður ráðherra taka sæti í hópnum.