Á laugardaginn verður Verslunarmannaballið haldið í Höllinni en ballið verður einkar glæsilegt í ár. Hljómsveitin Vinir vors og blóma munu leika fyrir dansi en auk þess verða glæsileg skemmtiatriði, m.a. atriði úr Tinu Turner sýningunni, Ingó Idol og Sæþór og Arndís Ósk. Þá eru enn að bætast við skemmtiatriði en Björk Jakobsdóttir, Sellófonleikonan mun skemmta ásamt fríðu föruneyti.