Í frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, kemur fram að áætlað er að greiðslur vegna biðlauna alþingismanna, sem hættu þingmennsku eftir kosningarnar í vor, séu áætlaðar 81,5 milljónir króna á þessu ári. Meðtalið í þeirri fjárhæð er þingfararkaup og fastar greiðslur frá 13. maí til 31. maí.