Þegar bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í sumar að selja Geysi Green Energy hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, höfðu ýmsir af því áhyggjur að í framhaldinu kynni þjónusta við Eyjamenn að versna og kostnaður að aukast. Sérstaklega var horft til þess að vatnsleiðslur þær sem leiða ferskvatn til okkar ofan af landi eru orðnar lélegar og brýnt að ráðast í endurnýjun þeirra á næstu misserum. Má þannig t.d. benda á færslu hér á blogginu frá því fyrir 3-4 vikum, sem velti upp þeirri spurningu hvort við stefndum í hring og áður en langt um liði yrði veitukerfi bæjarins aftur komið í hendur Eyjamanna.