Í dag er nákvæmlega eitt ár síðan skipalyftan við Vestmannaeyjahöfn eyðilagðist þegar báturinn Gandí Ve endastakkst ofan í lyftuna. Starfsmenn Skipalyftunnar komu saman síðdegis í dag og minntust þess að betur fór en á horfðist. Sex voru á lyftunni þegar hún brotnaði undan þeim og tveir þeirra slösuðust. Annar þeirra hefur ekki getað hafið störf ennþá vegna meiðslanna.